Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Múffur eru frábærar í nestið nýbakaðar eða frystar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Múffur eru handhægar og þægilegar í nestisboxið og eru einstaklega fljótlegar og einfaldar í bakstri, tekur varla meira en 30-40 mínútur. Það er því tilvalið að skella í þær að morgni ferðadags og hafa með sér brakandi ferskar eða eiga frystar og láta þær þiðna í bakpokanum.

 

Múffuráð

Hægt er að leika sér með uppskriftirnar eins og hver vill, bæta við deigið t.d. fræjum, hnetum og þurrkuðum ávöxtum til þess að gera þær orkumeiri. Ósætar múffur eru skemmtilegar sem léttur hádegismatur í göngu eða lautarferð og í þær er gaman að bæta t.d. mismunandi kjötáleggi, ostum (t.d. fetaosti eða gráðosti), ólífum, sólþurrkuðum tómötum, pestói og svo framvegis, allt eftir smekk hvers og eins og því sem finnst í ísskápnum.

Múffuform eru mjög mismunandi að stærð og gerð og því þarf að taka tillit til þess varðandi baksturstímann. Svört form hitna meira en ljós form. Silíkonform eru einnig mjög misjöfn að gerð og síðan eru til margar stærðir. Hér var notast við nokkuð stór múffuform en auðvitað má vel nota minni en þá þarf bara að huga að baksturstímanum.

Gott ráð þegar kemur að múffudeigi er að hræra það eins lítið og hægt er að komast upp með. Þurrefnum er blandað saman í skál og blautefnum í annarri, síðan er þessu blandað létt saman með sleikju eða sleif í nokkrum handtökum. Mér finnst gott að telja í huganum og miða við að hræra ekki oftar en svona tíu sinnum. Það er í fínu lagi þó að deigið sé kekkjótt og ekki alveg fullkomlega samlagað. Kökurnar verða léttari í sér og betri ef deigið er ekki ofhrært.

Hægt er að nota bökunarpappír í staðinn fyrir sérstök múffu-pappaform. Klippið bökunarpappír í ferninga sem passa ofan í formin og standa vel upp úr þegar þeim hefur verið komið fyrir ofan í holunni. Best er að setja pappírinn í formið jafnóðum og deiginu er skipt niður í það því bökunarpappírinn helst ekkert sérstaklega vel á sínum stað án deigsins.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -