Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Steik fyrir sælkera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólin eru sá tími sem fólk er hvað vanafastast með sinn mat en alltaf er gaman að reyna að koma á óvart með einhverjum litlum nýjungum, þarf ekki að vera mikið; ný sósa, nýr kryddhjúpur á kjötið eða nýjar kartöflur. Um að gera er að festast ekki alltaf í því sama. Hér er jólasteikin færð í nýjan búning.

Fátt jafnast á við góða lambasteik.

INNBAKAÐ LAMB MEÐ SVEPPUM OG BEIKONI
fyrir 4
Hérna er á ferðinni réttur sem er í líkingu við Wellington-naut sem er vel þekktur nautaréttur en í stað nautsins nota ég lamb og í stað hráskinkunnar nota ég beikon. Þessi réttur er mjög hátíðlegur og fullkominn fyrir fólk sem vill ekki naut eða vill hreinlega breyta aðeins til.

800 g lambainnralæri, í 200 g steikum
1 askja sveppir, saxaðir
200 g þykkar beikonsneiðar, skornar í litla bita
10 g brauðraspur
15 g steinselja
4 blöð smjördeig
1 egg
olía
salt og pipar

Hitið ofn í 200°C. Steikið sveppina og beikonið þar til það verður vel stökkt, bætið brauðraspinum og steinseljunni saman við og kælið þetta síðan. Brúnið lambakjötið vel á heitri pönnunni á öllum hliðum í 3 mín. Takið af og leyfið að rjúka aðeins úr því. Skerið smjördeigið í tvo hluta, þannig að þið fáið 8 bita, og fletjið það örlítið út með kefli. Komið fyllingunni fyrir á smjördeigsbita, leggið steikina ofan á og setjið meiri fyllingu ofan á kjötið. Setjið annan bita af smjördeigi yfir og þéttið vel með endunum allan hringinn. Endurtakið þar til þið hafið fengið nógu margar steikur. Penslið með eggi, setjið á plötu og bakið í 20 mín. Takið út og leyfið að hvíla í 8 mín. áður en skorið.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -