Fimmtudagur 13. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Trufluð tíramísúterta – Fullkomin með kaffinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðustu ár hefur verið vinsælt að bjóða í kaffihlaðborð á fermingardaginn. Hér er uppskrift að ljúffengri tertu sem hentar frábærlega fyrir fermingar.

 

Þessa tertu er gott að gera með góðum fyrirvara. Hún má gjarnan standa í kæli í 2-3 daga. Til þess að flýta fyrir og einfalda fyrirhöfnina má gjarnan nota tilbúin svampbotn.

Tíramísúterta fyrir 14

1 hvítur svampbotn
130 g makrónur
kaffisíróp
tíramísúfylling

samsetning:

Setjið hvíta botninn á tertudisk og smelluform utan um hann sem passar, penslið hann létt með kaffisírópi og raðið makrónunum þétt ofan á. Myljið gjarnan nokkrar kökur yfir til þess að fylla vel upp í öll göt. Dreifið kaffisírópinu yfir makrónurnar, það er ekki víst að það þurfi að nota allt sírópið. Útbúið fyllinguna og dreifið ofan á. Látið kökuna í kæli í nokkrar klst. eða þar til fyllingin hefur stífnað alveg. Skreytið með súkkulaðihúðuðum kaffibaunum og möndlum og sigtið kakóduft yfir.

- Auglýsing -

Hvítur botn

3 egg
1 2/3 dl sykur
½ tsk. vanilludropar
1 ½ dl hveiti
3 msk. maísmjöl
1 tsk. lyftiduft

Stillið ofn á 180°C. Smyrjið meðalstórt (24-26 cm) smelluform eða fóðrið það með bökunarpappír. Þeytið saman egg, sykur og vanilludropa þar til blandan er ljósgul, þykk og freyðandi. Þá er hveiti, maísmjöl og lyftiduft sigtað yfir og blandað varlega saman við með sleikju. Hellið deiginu í formið og bakið í 20-25 mínútur, eða þar til kakan hefur lyft sér vel, er svampkennd og farin að losna frá börmunum.

- Auglýsing -

Kaffisíróp

2 dl sterkt kaffi
1 ½ dl sykur

Hitið kaffi og sykur saman í potti þar til sykurinn er uppleystur.

Fylling

5 matarlímsblöð
4 egg, aðskilin
1 dl sykur
1 dl Marsala-vín eða sérrí (má sleppa)
400 g rjómaostur
2 ½ dl rjómi, þeyttur

Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn í 5 mín., hristið mest af vatninu af því og bræðið það síðan yfir vatnsbaði með 2 msk. Af sérríinu. Stífþeytið eggjahvíturnar í hrærivél og setjið til hliðar. Setjið eggjarauður og sykur saman í hrærivélarskálina (þarf ekki að þvo á milli) og þeytið saman þar til blandan er létt og ljós.

Bætið víninu út í, hrærið rjómaostinn mjúkan og bætið út í eggjarauðublönduna. Bætið þá eggjahvítunum varlega saman við með sleikju og síðan þeytta rjómanum. Setjið að lokum matarlímið út í og blandið vel.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -