Laugardagur 20. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Sætir byggbitar með súkkulaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í þessum sætu bitum notum við perlubygg sem er lúxusútgáfan af bygginu. Bygg hefur mjög lágan sykurstuðul, inniheldur flókin kolvetni og er mjög trefjaríkt og er því sérlega gott fyrir meltinguna, svo er það líka mjög saðsamt og bragðgott.

Sætir byggbitar með súkkulaði

8-10 bitar

200 g perlubygg, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka
90 g kókosflögur, ristaðar
80 g fíkjur, smátt skornar
50 g mjúkar döðlur (gott að leggja í bleyti í 10 mín.)
100 döðlusíróp
50 g dökkt 70% súkkulaði, smátt skorið
1 tsk. karamelludropar eða aðrir dropar

Sjóðið byggið samkvæmt leiðbeiningum á pakka, kælið. Setjið kókosflögur, fíkjur og döðlur
í matvinnsluvél og maukið. Bætið svo sírópi, byggi og súkkulaði saman við og látið vélina ganga í 2-3 slög til viðbótar.

Þrýstið maukinu í eldfastmót eða form sem klætt hefur verið með bökunarpappír og er u.þ.b. 25X30 cm. að stærð. Setjið í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

Súkkulaðikrem

- Auglýsing -

1 dl kókosolía, lyktarlaus
1 dl hreint kakóduft
1 dl hlynsíróp
½ tsk. karamelludropar (eða aðrir dropar)

Bræðið kókosolíuna og blandið svo kakói, sírópi og dropum saman við og hrærið vel saman með písk. Hellið súkkulaðinu yfir botninn og frystið aftur í að minnsta kosti klst. Skerið í litla bita og geymið í ísskáp í lokuðu íláti.

Umsjón/ Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -