Mánudagur 9. desember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Black Kross pop-up-verslun á Akureyri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tattústofan Black Kross stendur fyrir sinni fyrstu pop-up-verslun á Akureyri um helgina. Hún verður staðsett á Rakarastofu Akureyrar en flúrararnir Thorbjorn Ink, Julian Carrillo og Kirill Mashlow munu bjóða upp á mismunandi tattústíla svo allir ættu að geta fengið flúr við sitt hæfi.

„Þar sem við höfum ekki gert þetta áður er mikil spenna í loftinu,“ segir Thorbjorn Ink en hugmyndina fengu þau fyrir rúmu ári þar sem margir utan af landi hafa verið að koma í tattú til þeirra og komið hafi í ljós að mikill áhugi er fyrir pop-up-verslunum fyrir viðskiptavini sem búa úti á landi. „Við höfum fengið ótal fyrirspurnir um tímapantanir og hvort við munum halda fleiri pop-up-verslanir sem við stefnum klárlega að.“

Undirbúningurinn gengur vel en Thorbjorn segir að óneitanlega fylgi því smávegis stress að skipuleggja svona viðburð. „Sérstaklega þar sem við fáum Rakarastofuna ekki afhenta fyrr en á föstudagskvöldið og þá á eftir að koma öllu upp.“ Rakarastofan er til húsa í Hafnarstræti 88 á Akureyri og verður opin milli klukkan 12-18 bæði laugardag og sunnudag. Hægt er að bóka tíma fyrir fram með því að hafa samband við Black Kross Tattoo í síma 680-6662 eða senda skilaboð á Facebook eða Instagram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -