Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Fæddi barn í íþróttatösku í Fossvogi: „Hann tók nánast ekkert mark á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karítas Þráinsdóttir lenti heldur betur í óvenjulegum fæðingaraðstæðum með hennar þriðja barn.

„Ætli spennan yfir Idol-þættinum hafi ekki haft einhver áhrif,“ sagði Karítas Þráinsdóttir í samtali við DV árið 2004 en var þetta þriðja barn hennar en aldrei áður hafði hún eignast barn í bíl.

 „Við vorum heima að horfa á Idol þegar ég fann hríðimar magnast mikið og við ákváðum að fara á spítalann. Maðurinn minn bar mig út í bíl og keyrði afstað en ég fann fljótlega að barnið ætlaði ekki að bíða.“

„Þær heyrðu hvað var stutt milli hríða og ítrekuðu við hann að flýta sér, en ég var enn tiltölulega róleg og bað hann að keyra hægt,“ sagði Karítas hlæjandi en eiginmaður hennar var í stöðugu sambandi við ljósmæður alla bílferðina.

„Hann tók nánast ekkert mark á mér en stoppaði þó nokkrum sinnum þegar ég kvartaði sem sárast. Svo hélt hann áfram og var enn keyrandi þegar barnið kom í heiminn. Það skipti engum togum að barnið skutlast ofan í íþróttatösku sem lá á gólfi bílsins og sat þar í hnipri eins og ekkert væri sjálfsagðara. Síðar sögðu mér fæðingarlæknar að engin merki væru um að barnið hefði komið út með höfuðið á undan.“ 

Móður og barni heilsaðist vel og fékk barnið nafnið Karítas Dís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -