Föstudagur 17. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Kærði prest til siðanefndar eftir brúðkaup: „Þau eru ekki að gera þetta með minni þökk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það mætti segja að séra Torfi Hjaltalín Stefánsson hafi ekki sýnt af sér mikinn kærleik þegar hann kærði prest til siðanefndar árið 1996.

Forsaga málsins er sú að Sigríður Bjarnadóttir og Brynjar Skúlason, sem bjuggu rétt hjá Möðruvallakirkju, óskuðu eftir því við séra Torfa Hjaltalín Stefánsson að þau fengju að gifta sig í kirkjunni en einnig að annar prestur fengi að sjá um athöfnina og sögðu þau að það myndi hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir sig.

Séra Torfi tók það ekki í mál sagði að það kæmi ekki greina að hjónavígslur færu fram í hans kirkju nema hann sinnti þeim og bauðst hann til þess að gefa parið saman. Þau höfnuðu því og gifti séra Jón Helgi Þórarinsson þau fyrir utan kirkjuna.

„Við vildum ekki að Torfi gifti okkur, eftir hans framkomu, og fengum því sr. Jón Helga til að gifta okkur í lundi norðan við kirkjuna, en Torfi hafði boðið okkur að gefa okkur saman sjálfur í kirkjunni. Sjálfsagt hefðum við getað fengið lykil að kirkjunni og farið inn í hana á laugardaginn, en okkur fannst það ekki þess virði eftir það sem á undan var gengið. Við vildum heldur ekki gefa okkur með staðarvalið, því við vorum löngu búin að ákveða þetta og ýmislegt í undirbúningnum valt á því að við gætum gift okkur á Möðruvöllum, og valið á prestinum upphaflega var af persónulegum ástæðum,“ sagði Sigrún við Tímann en þrátt fyrir að hafa ekki farið inn í kirkjuna var séra Torfi ósáttur við athöfnina.

„Það er alveg sama andúðin hjá mér þótt þau séu að gera þetta hérna sunnan við kirkjuna, það er alveg sama andúðin. Þau eru ekki að gera þetta með minni þökk,“ sagði séra Torfi við DV um málið og ákvað presturinn að kæra séra Jón Helga til siðanefndar.

Séra Torfi tapaði málinu og var sagði siðanefndin að ummæli hans í fjölmiðlum hafi verið ómálefnaleg og ekki í samræmi við siðareglur. Hann var þó ekki formlega áminntur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -