Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Plötusnúðar Dynheima reknir vegna skoðana sinna: „Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkrir plötusnúðar á Akureyri áttu í útistöðum við forstöðumann félagsmiðstöðvar í desember 1986 en þeir sögðu hann hafa rekið þá vegna skoðana þeirra á stjórnun félagsmiðstöðvarinnar.

Í Baksýnisspegli kvöldsins kíkjum við á áhugavert mál þar sem plötusnúðar deildu opinberlega við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri í desember 1986.

Plötusnúðarnir höfðu farið í útvarpsþátt þar sem þeir gagnrýndu stjórnun Dynheima og sögðu að í kjölfarið hefðu þeir verið reknir af forstöðumanninum vegna skoðana sinna. Sá, Steindór G. Steindórsson, sagði það ekki rétt, heldur hafi staðið til að endurskipuleggja starfsemina og segja nokkrum plötusnúðum upp. Hann hafi boðað þá á fund til að ræða málin en þess í stað hafi þeir rokið í útvarpið og sagt að þeir hefðu verið reknir. Plötusnúðarnir stóðu þó áfram á sínu og fullyrtu að þeir hefðu verið reknir vegna skoðana sinna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Akureyri:

Plötusnúðarnir í Dynheimum reknir

„Það er rangt að plötusnúðarnir hafi verið reknir vegna skoðana sinna. Það stóð til að endurskipuleggja starfsemina og segja hluta af plötusnúðunum upp,“ sagði Steindór G. Steindórsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri, í gær um það hvort rétt væri að plötusnúðarnir hefðu verið reknir vegna skoðanna sinna á starfsemi Dynheima sem þeir létu uppi í útvarpsþætti nýlega. En plötusnúðarnir fullyrða að svo sé. „Ég vildi fá fund með plötusnúðunum og ræða starfsemina á næstu vikum. Af þessum fundi varð aldrei heldur ruku þeir í útvarpið og sögðu að þeir hefðu verið reknir,“ sagði Steindór. Hann sagði enn fremur að mikil ásókn væri í starf plötusnúða í Dynheimum. „Það eru margir sem vilja komast að og í svona starfi er nauðsynlegt að endurnýja alltaf af og til. Þannig er farið að annars staðar. Annars get ég ekki sagt annað en að plötusnúðarnir, sem hafa haft sig frammi í þessu máli, hljóti að hætta núna. Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur.“

Sigurður Þorsteinsson plötusnúður: Vorum reknir

„Ég tel öruggt að Steindór hafi rekið okkur vegna skoðana okkar í þættinum Ekkert mál hjá útvarpinu en þar gagnrýndum við stjórnun Dynheima,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, einn plötusnúðanna í Dynheimum, sem nú eru að hætta. „Eftir þáttinn talaði Steindór við einn okkar og sagði að við yrðum að hætta. í framhaldi af þessu haíði fréttamaður svæðisútvarpsins samband við okkur.“ Sigurður sagðist mjög ósáttur við framkomu Steindórs í þessu máli. „Ég hef starfað undanfarin þrjú ár sem plötusnúður í Dynheimum en hinir plötusnúðarnir tveir í aðeins þrjá mánuði. Það er því svolítið bogið við að það þurfi að skipta um blóð svona snemma. Þar fyrir utan em dæmi þess að plötusnúðar hafi verið á sama staðnum í átta ár og ég veit um einn sem var hjá Dynheimum í tólf ár,“ sagði Sigurður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -