Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

156 smit vegna COVID-19 hér á landi – Einstaklingum í sóttkví fjölgar hratt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá því á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem var klukkan 14 í dag að alls hafa verið tekin 1.526 sýni til hádegis í dag. „Staðfest annars stigs innlend smit eru 31, fimm þriðja stigs smit og þrjú sem ekki hafa verið rakin. 14 sýni eru enn í rakningu.“

„Um 1400 eru í sóttkví og þeim fjölgar hratt,“ segir Víðir.

Einnig greindi hann frá að unnið er að uppfærslu á hættumatinu, sérstaklega er verið að skoða Spán, Frakkland og Þýskaland.

Alma D. Möller landlæknir greindi frá því að skráningum í Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunna fjölgar hratt, en 300 manns hafa skráð sig, 150 til að sinna sjúklingum með COVID-19 og hinn helmingurinn til annarra starfa.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara, segir mikilvægt mikilvægt fyrir eldri borgara að huga að hreyfingu. Þá sagðist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum að sjá þann mat sem var í körfum Íslendinga í matvöruverslunum í gær, þar hefði verið mikið um ruslfæði.

Benti hún á að gott væri að nota tímann og læra á spjaldtölvu og síma, mikilvægt sé að halda samskiptum áfram með aðstoð tækninnar. Einnig benti hún á að fjöldi íslendinga búi einir og hætta sé á að þeir einangrist.

- Auglýsing -

„Við megum ekki setjast niður og gera ekki neitt.“

Þórunn segir að mikilvægt halda andlegri ró, styrkja hvort annað og styðja við bakið á sínum nánaustu. Það sé nánast skylda á þessum tímum.

Víðir segir alla geta tekið þessi skilaboð til sín, þau eigi ekki einungis við um eldri borgara.

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir RÚV gegna mikilvægu hlutverki í þessu ástandi og fór hann yfir þær aðgerðir sem RÚV hyggst ráðast í: framboð verður aukið í spilara RÚV til að koma til móts við þarfir fólks á meðan samkomubannið er í gildi. Einnig verður dagskrá bæði útvarps og sjónvarps lengd. Morgunþættir verða sameinaðir á Rás 1 og Rás 2 og sendir út í sjónvarpi.

Stefán segir örmyndbönd séu í vinnslu sem muni gagnast vel við upplýsingamiðlun, til dæmis myndbönd um handþvott. Fyrstu myndböndin verði tilbúin í dag til útsendingar og dreifingar í sjónvarpi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -