Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

240 sagt upp hjá Icelanda­ir – „Sárs­auka­full­ar en nauðsyn­leg­ar“ aðgerðir segir Bogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 240 starfsmönnum Icelandair verður sagt upp störfum og 92% starfsmanna fyrirtækisins munu fara í skert starfshlutfall tímabundið. Þeir sem verða áfram í fullu starfi lækka um tugi pró­senta í laun­um. Uppsagnirnar ná til flestra hópa innan félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair sendir á fjölmiðla. Þar er fjallað um þær aðgerðir sem félagði hefur þurft að grípa til vegnaútbreiðslu COVID-19. Bogi Nils Boga­son, forstjóri Icelandair Group, segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar.

„Þetta eru sögu­leg­ir tím­ar þar sem heims­far­ald­ur geis­ar sem hef­ur haft gríðarleg áhrif á flug og ferðalög. Mik­il­væg­asta verk­efnið núna er að tryggja rekstr­ar­grund­völl Icelanda­ir Group til framtíðar. Þær aðgerðir sem við kynnt­um fyr­ir starfs­fólki okk­ar í dag eru sárs­auka­full­ar en nauðsyn­leg­ar til að tak­marka áhrif þeirra aðstæðna sem uppi eru á rekst­ur og sjóðstreymi fé­lag­ins.

Fé­lagið hef­ur staðist ýmis áföll í gegn­um tíðina, hvort sem það hef­ur verið bar­átta við nátt­úru­öfl­in, efna­hags­lægðir eða aðra ut­anaðkom­andi þætti. Við höf­um kom­ist í gegn­um þau öll með sam­stöðu og út­sjón­ar­semi, en fyrst og fremst með þeim ein­staka bar­áttu­anda og krafti sem ávallt hef­ur ein­kennt starfs­fólk fé­lags­ins. Það hef­ur svo sann­ar­lega sýnt sig und­an­farna daga og vik­ur. Ég er stolt­ur og þakk­lát­ur að til­heyra þeirri öfl­ugu liðsheild sem starfs­fólk Icelanda­ir Group mynd­ar og er sann­færður um að við kom­umst í gegn­um þess­ar krefj­andi aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -