Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

53 þúsund á atvinnuleysisbótum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

53 þúsund manns eru nú í greiðsluþjónustu hjá Vinnumálastofnun, nítján prósent umsækjenda koma úr störfum tengdum ferðaþjónustunni. Kom þetta fram á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og lögreglunnar í dag.

„Okkar vinna er ekki á niðurleið því miður. Ég vona samt að hápunktinum sé náð,“ sagði Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar, og segir þetta tölur sem hafi aldrei sést áður.

Unnur segir álagið hafa verið gríðarlegt hjá stofnuninni undanfarnar vikur, og hún hvorki mönnuð né hönnuð fyrir þennan fjölda. Óhjákvæmilegt sé að tafir verði á greiðslum bóta næstu mánaðamót, en allir sem eigi rétt á bótum muni fá þær greiddar að lokum. Bað hún einstaklinga um að sýna þessu skilning.

18 þúsund manns eru á almennum atvinnuleysisbótum og 35.600 hafa sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. Langstærsti hluti umsækjenda er fólk sem kemur úr störfum í ferðaþjónustunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -