Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

81 í sóttkví hér á landi: Ekkert nýtt smit staðfest af COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert nýtt smit hefur verið staðfest frá því að íslenskur karlmaður greindist með veiruna í gær. Nú hafa alls 85 sýni verið rannsökuð, þar af 24 í dag, og ekkert þeirra hefur reynst jákvætt fyrir nýju kórónaveirunni. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Samhæfingarmiðstöðinni.

Í gær lýsti almannavarnadeild ríkislögreglustjóra yfir hættustigi vegna COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni og er sem fyrr unnið samkvæmt Landsáætlun um heimsfaraldur.

Heilsa mannsins sem greindist með veiruna í gær er góð. Hann sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms og er nú í einangrun á Landspítala. Eftir að upp komst um smitið hófst umfangsmikil vinna af hálfu sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rekja mögulegar smitleiðir. Sú vinna leiddi til þess að 49 manns var ráðlagt að fara í sóttkví. Í dag eru því 81 einstaklingur í sóttkví á landinu öllu.

Sjá einnig: 49 í sóttkví vegna COVID-19 eftir greiningu fyrsta smits á Íslandi: Nemendur HR fá tilkynningu

Mikið álag á símsvörun í síma 1700

Mikið álag var á síma 1700 eftir að greint var frá fyrsta staðfesta smitinu á Íslandi um miðjan dag í gær. Einhver röskun varð á símsvörun í gegnum 1700 vegna þessa en gripið hefur verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Að auki hafa almannavarnir og sóttvarnalæknir unnið að því að samhæfa, styrkja og bæta enn frekar rakningu smita.

- Auglýsing -

180 manns lenda eftir ferð á Norður-Ítalíu

Um klukkan 17 í dag lendir flugvél Icelandair í Keflavík með farþega sem dvalið hafa á Norður-Ítalíu. Um borð eru 180 Íslendingar. Þessir einstaklingar munu fá upplýsingar frá áhöfn flugvélarinnar um almenna smitgát ásamt upplýsingum um símanúmerið 1700 sem fólkinu er ráðlagt að hringja í finni það fyrir einkennum (hósti, hiti, beinverkir, mæði). Að auki munu lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn taka á móti fólkinu til að veita þeim frekari ráðleggingar um framhaldið.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýsa yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkföllum. Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða.

- Auglýsing -

Svo gæti farið að ferðamenn sem ekki hafa greiðan aðgang að húsnæði verði útsettir fyrir smiti. Til að geta tekið á móti slíkum hópi hafa Sjúkratryggingar Íslands gengið til samninga við Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 8 í Reykjavík. Þar eru 70 herbergi sem hægt verður að nota fyrir sóttkví. Rauði krossinn og heilbrigðisþjónustan munu í sameiningu sinna þeim sem þar gætu þurft að dvelja.

Að óbreyttu verður næsti upplýsingafundur almannavarna og sóttvarnalæknis mánudaginn 2. mars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -