2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Æfir tvisvar á dag fyrir nýja bíómynd

Leikarinn Mark Wahlberg æfir nú af kappi ef marka má Instagram-síðu hans. Leikarinn birtir myndband af sér á samfélagsmiðlinum þar sem hann ýtir sleða með að því er virðist einum fullorðnum og þremur börnum á.

Við myndbandið skrifar Mark að hann sé að skipta vínkjallaranum út fyrir tvær æfingar í ræktinni á dag sökum þess að hann sé að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk.

Marga, sem skrifa athugasemdir við myndbandið, grunar að kvikmyndin sem um ræðir sé The Six Billion Dollar Man sem frumsýnd verður sumarið 2020. Myndin er byggð á sjónvarpsseríunni The Six Million Dollar Man sem var sýnd á sjötta áratug síðustu aldar og fjallar um fyrrverandi geimfarann Steve Austin sem lætur krukka í sér og verður í kjölfarið einhvers konar ofurmanneskja.

AUGLÝSING


Lee Majors fór með aðalhlutverkið í The Six Million Dollar Man.

Karakterinn er mun sterkari og sprettharðari en venjulegar manneskjur og því ekki skrýtið að leikarinn þurfi að koma sér í þrusuform til að leika ofurmanninn.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is