Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að misræmi í frásögn hans og Báru Huld Beck megi rekja til ólíkra upplifana þeirra af atburðunum sem leiddi til þess að Bára Huld sakaði hann um kynferðilsega áreitni.

Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarráði Samfylkingarinnar eftir að kona kvartaði undan kynferðislegri áreitni af hans hálfu.  Þingmaðurinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann gekkst við brotinu og tilkynnti um leið að hann færi í 2 mánaða leyfi á meðan hann leitaði sér aðstoðar.

Konan, Bára Huld, steig fram í morgun og sagði Ágúst Ólaf hafa gert lítið úr áreitninni í yfirlýsingu sinni. Hann hafi ítrekað reynt að kyssa hana og niðurlægt þegar hún varð ekki við umleitunum hans.

Ágúst Ólafur hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hann ítrekar afsökunarbeiðni sína. Orðrétt segir í yfirlýsingunni:

„Ætlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn eða draga úr mínum hlut. Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.

Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -