• Orðrómur

Áhöfn Þórs fjarlægði hvalshræ – Óttuðust að ólyktin myndi hafa áhrif á æðavarp

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi í morgun. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, m.a. myndir sem teknar voru úr TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar.

Í færslunni segir að hvalrekinn varð við bæinn Syðra Lón í Langanesbyggð um páskana og óttast var að ólyktin sem stafaði af hræinu gæti haft áhrif á æðavarp í grenndinni.

Þegar 400 metrar voru í land fór áhöfn varðskipsins Þórs fór frá skipinu á léttbátum með dráttartaugar hræinu.

- Auglýsing -

„Vel gekk að koma hvalnum á flot enda aðstæður góðar og vinnubrögðin fumlaus. Stefnt er að því að fara með hvalinn ANA af Langanesi en það ræðst af straumum og vindum á svæðinu,“ segir í færslunni. Um 13 metra langan hnúfubak var að ræða.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Askja er fundin

Eigendur Öskju, svartrar labradortíkur, sem hljóp frá eigendum sínum í Mosfellsdalnum leita nú hennar logandi ljósi eftir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -