Föstudagur 12. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Fuglaflensa staðfest á Íslandi: Hænsni aflífuð á bóndabæ á Skeiðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fregnir hafa borist af fuglaflensu á Íslandi síðustu daga en nú hafa tilfelli verið formlega staðfest í villtum fuglum hérlendis. Þó virðist ekki einungis um villta fugla að ræða, þótt tilfelli í öðrum fuglum séu ekki staðfest, en hænur á bóndabæ á Skeiðum sýndu einkenni sjúkdómsins og voru aflífaðar í gær. Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu um málið.

Samkvæmt Matvælastofnun hafa tilfelli fuglaflensusmita verið staðfest í þremur villtum fuglum á landinu undanfarna daga. Þar er um að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstrandaveg. Hænsin sem sýndu einkenni sjúkdómsins voru haldin á bænum þar sem hrafninn hafði áður fundist. Þegar hafa verið tekin sýni úr hænsnunum og þau send til greiningar.

„Fuglaflensuveiran sem staðfest hefur verið í villtum fuglum er af gerðinni H5. Meinvirkni veirunnar er ekki þekkt. Beðið er niðurstaðna frekari greiningar frá erlendum rannsóknarstofum,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Á vef Matvælastofnunar segir ennfremur að viðbragðsáætlun stofnunarinnar um viðbrögð og varnir gegn smitandi sjúkdómum í fuglum hafi verið virkjuð.

Stofnunin bendir öllum alifuglaeigendum á að einangra fugla sína frá villtum fuglum með því að halda þá undir þaki og girða af svæði þeirra.

Tekið er fram að þau afbrigði fuglaflensunnar sem mest hefur verið um í nágrannalöndum okkar undanfarið hafi ekki valdið sýkingum í fólki. Auk þess er ekki talin hætta á því að fólk smitist af veirunni með neyslu eggja eða kjöts af alifuglum.

- Auglýsing -

Þar sem aldrei er unnt að útiloka smit með fullri vissu er fólki þó bent á að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum.

„Matvælastofnun hvetur almenning til að tilkynna um dauða villta fugla sem finnast á víðavangi ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum.  Best er að tilkynna í gegnum ábendingarkerfi á heimasíðu Matvælastofnunar (mast.is).  Þörf á sýnatöku verður metin af stofnuninni,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -