Fimmtudagur 25. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

„Alltaf einhverjir sem gleyma að ganga frá trampólínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að alltaf séu einhverjir sem gleymi að ganga frá trampólínum þrátt fyrir áminningu frá Veðurstofu um að ganga frá lausum munum vegna veðurs.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í Eyjum, Suðurnesjum, Akranesi og höfuðborgarsvæðinu í dag og í gær vegna veðurs. Um 50 – 60 manns eru að störfum og sinna útköllum og hafa verkefnin verið um 40 talsins að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg. Spurður út í hvers konar verkefnum björgunarsveitir hafa verið að sinna segir hann: „Þetta eru hefðbundin verkefni. Sem sagt þakplötur, trampólín og slíkt er að fjúka.“

Veðurstofa varaði við veðrinu í gær og gaf út gula viðvörun. Þá var fólki bent á að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Þrátt fyrir viðvörun Veðurstofu hafa björgunarsveitir þurft að eltast við fjúkandi trampólín í rokinu. „Það eru alltaf einhverjir sem gleyma að ganga frá trampólínum virðist vera,“ segir Jónas.

Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu verður allhvöss suðlæg átt í dag, en stormur suðvestan- og vestanlands þangað til síðdegis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -