Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Annar íslenskur karlmaður greindur með COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri var greindur með COVIS-19 kórónaveiruna í dag. Maðurinn kom með flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu í gær. Á föstudag var íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greindur með veiruna.

Maðurinn sem greindist í dag sýnir lítil einkenni og verður hann heima hjá sér í sóttkví. Hafist verður handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir í tengslum við smitið.

Öllum farþegum vélarinnar, 180 talsins, hefur verið ráðlagt að fara í heimasóttkví. Allir fá upplýsingar um stöðu mála í kvöld og leiðbeiningar um sóttkví.  Það verkefni er unnið í samvinnu heilbrigðisyfirvalda og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Karlmaðurinn sem greindist á föstudag hefur verið í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans síðan. Maðurinn var í skíðaferðalagi í Andalo á Norður-Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kom til landsins 22. febrúar. Eiginkona hans og dóttir hafa verið í heimasóttkví síðan á miðvikudag. Í framhaldi af greiningu mannsins voru 49 settir í tveggja vikna heimasóttkví, þar á meðal samstarfsfélagar mannsins.

Sjá einnig: Fyrsta tilfelli Covid-19 á Íslandi staðfest

- Auglýsing -

Alls eru nú 265 manns hér á landi komnir í heimasóttkví vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Líkt og fram kom í fréttum í dag er von á 180 manns frá Ítalíu á laugardag og verður tekið á móti þeim með sama hætti og vélinni í gær, og þeim væntanlega öllum gert að fara í heimasóttkví.

Sjá einnig: 95 sýni verið rannsökuð hér á landi vegna COVID-19: 2 sýni í greiningu

Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði og fólk á ekki að ferðast þangað nema brýna nauðsyn beri til. Þeir sem þangað fara eiga að fara í tveggja vikna heimasóttkví.

- Auglýsing -

Alls hafa 88.208 greinst með veiruna á heimsvísu. 2.994 hafa látist, langflestir í Hubai-héraði í Kína eða 2.870. 1694 hafa greinst með hana á Ítalíu og 34 dauðsföll eru skráð þar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -