Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Áslaug Arna: „Ef þú veist af eða hefur grun um heimilisofbeldi, láttu lögregluna vita“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómsmálaráðherra biðlar til almennings um að vera vakandi fyrir aukinni hættu á heimilisofbeldi. Ráðherra hefur þegar beðið Ríkislögreglustjóra um að grípa til sérstakra ráðstafana vegna málsins. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir íslenskt samfélag verða að að bregðast við margvíslegum og alvarlegum aðstæðum á tímum COVID-19 faraldursins. Þannig sé nauðsynlegt að tryggja öryggi þeirra sem búa við heimilisofbeldi, því vísbendingar séu komnar fram um að ofbeldi í nánum samböndum hafi færst í aukana að undanförnu.

Áslaug lætur þessa skoðun í ljós í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segist ráðherrann hafa óskað eftir því við Ríkislögreglustjóra að aðgerðir til að bregðast við heimilisofbeldi verði teknar til sérstakrar umræðu á fundi lögregluráðs í vikunni. Lögregluembætti verði að vera vakandi fyrir þessari hættu og viðbúin að skerast í leikinn. Hún minnir jafnframt á að þolendur geti leitað sér aðstoðar í Kvennaathvarfinu (sími: 5611205), Bjarmahlíð á Akureyri (sími: 551-2520) og Bjarkarhlíð (sími: 5533000), þar sem gripið hafi verið til sérstakra ráðstafana vegna Covid-19 faraldursins.

Loks undirstrikar Áslaug Arna mikilvægi þess að við hjálpumst öll að við að miðla upplýsingum um hvert þolendur heimilisofbeldis geti leitað, til að tryggja öryggi fólks sem býr við heimilisofbeldi. „Ef þú veist af eða hefur grun um heimilisofbeldi,“ skrifar ráðherra, „haltu góðu sambandi við þolanda, láttu lögregluna vita og leitaðu aðstoðar hjá fagaðila.“

Sjá einnig: Síminn rauðglóandi hjá Bjarkarhlíð: „Fólk sem beitir ofbeldi á mjög auðvelt með að nota þetta ástand sem enn eitt vopnið“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -