Laugardagur 20. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Átta mánaða barn greindist með mislinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnaspítali Hringsins hafði samband við sóttvarnalækni sunnudaginn 29. desember sl. vegna mislinga sem greindust hjá átta mánaða gömlu barni sem kom erlendis frá daginn áður þann 28. desember. Þetta kemur fram á vef Embættis landlæknis. Þar segir að barnið hafði veikst erlendis þann 24. desember með kvef og hita en fékk útbrot þann 28. desember og flaug þann dag ásamt foreldrum sínum frá Stokkhólmi til Íslands með Icelandair flugi FI307.

Barnið er nú í heimaeinangrun á batavegi. Haft hefur verið samband við þau flugfélög sem fluttu barnið og farþegar upplýstir um smithættu en hún er mest áður en útbrot koma fram en eftir það dvínar smithættan og gengur yfir á nokkrum dögum.

Einkenni geta komið fram hjá smituðum 1-3 vikum eftir smit. Heilsugæslan í landinu hefur verið upplýst og er fólki ráðlagt að hafa samband við lækni í síma eða í gegnum heilsuvera.is ef grunur leikur á smiti af völdum mislinga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -