Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Base hóteli Skúla í Reykja­nes­bæ lokað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Base Hotel á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur verið lokað. Hótelið hefur verið rekið af félaginu TF HOT ehf. sem er í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda flugfélagsins WOW air, en fasteign hótelsins er í eigu TF KEF ehf., sem er einnig á vegum Skúla. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Skilaboð á vef hótelsins tilkynna það að hótelinu hafi verið lokað. Í tilkynningunni er fólk beðið velvirðingar og því bent á hótel í nágrenninu, Ásbrú Hotel, B&B Hotel og START Hostel.

Viðskiptavinum, sem ætla að fara fram á endurgreiðslu, er þá bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna sem það verslar við eða kortafyrirtæki sitt.

Þess má geta að hót­elið var opnað í júní 2016. TF KEF ehf. setti Base Hotel í sölu­ferli í nóvember 2017 en ekkert varð af sölunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -