• Orðrómur

Benedikt búálfur sigraði kosninguna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eftir jafna og spennandi netkosningu, þar sem áhorfendur fengu að velja næsta fjölskylduverk Leikfélags Akureyrar, er komin niðurstaða. Sigurvegarinn er söngleikurinn um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. 

Þrjú verk komu til greina; Benedikt, Móglí og Fíasól. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, segir ljóst að öll þrjú verkin eigi sér tryggan aðdáendahóp enda hafi kosningin verið afar jöfn. „Við erum afar stolt af þessu ferli að leyfa fólki að eignast hlutdeild í leikhúsinu með þessum hætti og treysta áhorfendum til að velja og eiga rödd. Ég hefði viljað setja öll þessi verk á svið en það varð að vera einn sigurvegari! Við hlökkum til að hitta Benedikt búálf á sviðinu og hlusta aftur á frábæra tónlist Þorvaldar Bjarna, lög sem auðvitað er öll löngu orðin þekkt hjá mörgum kynslóðum og uppáhald margra. Þetta verður ævintýralega töfrandi og skemmtileg sýning sem mun hreyfa við hjörtum okkar,“ segir Marta.

Benedikt búálfur fer á svið Samkomuhússins í febrúar 2021. Um samstarf Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er að ræða en leikstjórinn er Vala Fannell. „Það er ótrúlega spennandi verkefni að koma þessari vinsælu sögu aftur á fjalirnar. Svo skemmir ekki fyrir að tónlistin er alveg frábær. Þetta verður gríðarleg leikhúsveisla,“ segir Vala.

- Auglýsing -

Ólafur Gunnar segir niðurstöðuna hafa komið honum skemmtilega á óvart. „Fíasól og Móglí eru yndisleg leikrit og þetta hefði getað farið hvernig sem er. En að því sögðu þá hef ég alltaf vitað að Benedikt minn og félagar í Álfheimum hafa verið mjög vinsælir meðal barna í meira en 20 ár, bæði í bókaformi og sem leikrit. Þessi niðurstaða er enn ein staðfestingin á því. Ég hlakka rosalega til að vinna með Leikfélagi Akureyrar og Þorvaldi Bjarna í að setja upp frábæra sýningu fyrir alla fjölskylduna. Þetta verður gaman.“

Verkið um Móglí, í leikgerð Illuga Jökulssonar, fékk næst flest atkvæði í kosningunni og hefur þegar verið ákveðið að setja þá sýningu á svið vorið 2022. Það eru því heldur betur spennandi tímar framundan hjá Leikfélagi Akureyrar!

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nokkrar góðar ástæður til að gerast stuðningsfjölskylda

Eftir / Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé„Þetta er einfaldlega besta ákvörðun sem við höfum tekið. Við erum með...

Börn haga sér betur þegar þeim fer að líða betur

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, fjölskyldufræðingur, réttarfélagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá Samskiptastöðinni.Á þessum óvissutímum eru fjölskyldur mikið...

Elísabet og Páll eiga von á barni -„Samkomubann færði okkur hratt upp á næsta stig“

Hlauparinn Elísabet Margeirsdóttir segir frá því á Facebook í gær að hún og kærasti hennar Páll Ólafsson eiga...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -