Sunnudagur 21. júlí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Bergur Þór ráðinn sem leikhússtjóri: „Nú verður gaman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en hann tekur við Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu undanfarin sex ár.

Bergur er þaulreyndur leikari og leikstjóri og leikstýrði meðal annars stórsýningunum Mary Poppins, Billy Elliot og Matthildi en Bergur hefur verið fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu frá aldamótum.

„Það er mikill heiður og viðurkenning að vera treyst fyrir svo merkri og mikilvægri menningarstofnun sem L.A. er. Ég tek við leikhúsi í toppstandi eftir Mörtu Nordal, hef átt í frábærum samskiptum við verðandi samstarfsfólk mitt hjá MAK og finn til mikillar eftirvæntingar fyrir því sem framundan er. Akureyri er yndislegur, fallegur og spennandi bær. Ég hlakka til að flytja norður og setja upp skemmtilegar, áríðandi og lifandi leiksýningar. Nú verður gaman,“ sagði Bergur Þór í fréttatilkynningu um ráðninguna

„Hann kemur með mikla þekkingu og reynslu af starfi leikhúsa og hefur verið afar farsæll í sínum störfum. Ég hlakka mikið til samstarfsins og að sjá Berg í nýju hlutverki hér fyrir norðan,“ sagði Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -