Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Brynhildur ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur er í hópi fremstu leikhúslistamanna á Íslandi um þessar mundir. Hún hefur yfir tuttugu ára reynslu sem leikari, höfundur, listrænn ráðunautur og leikstjóri. Hún hefur starfað við Borgarleikhúsið síðastliðin átta ár en hún er leikstjóri sýninganna Ríkharður III, sem var valin leiksýning árins 2019, og Vanja frændi, sem enn er í sýningu. Brynhildur hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir framlag sitt til lista. Hún hefur sjö sinnum tekið á móti Grímunni – Íslensku leiklistarverðlaununum, ýmist fyrir leik í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórn eða fyrir leikritun. Þá var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar.

Brynhildur lauk BA námi í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í Englandi en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands. Einnig nam hún leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum.

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur fagnar ráðningu Brynhildar og býður hana velkomna til forystu í Borgarleikhúsinu. Hún hefur störf á næstunni.

„Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Brynhildi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár.  Nýlegar sýningar í leikstjórn hennar, s.s. Ríkharður þriðji og Vanja frændi, hafa borið listrænum hæfileikum hennar glöggt vitni.  Þar hafa forystuhæfileikar hennar og framsýni einnig komið skýrt í ljós. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hlakkar til samstarfsins og að sjá Brynhildi í nýju hlutverki næstu árin,“ segir  Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur.

„Á þessum vatnaskilum í mínu lífi þakka ég af auðmýkt það traust sem stjórn Leikfélags Reykjavíkur nú sýnir mér. Það er með gleði sem ég tek við keflinu af Kristínu Eysteinsdóttur, sem hin síðustu ár hefur stýrt Borgarleikhúsinu af kjarki, hlustun og sínu einstaka listræna innsæi. Það eru stórar breytingar í íslensku leikhúslífi um þessar mundir og ég lít á það sem gríðarmikið og gott tækifæri fyrir leikhúsið til að spyrna sér af krafti inn í nýja og gróskumikla tíma, þar sem gæði og gjöfult samtal verða leiðarljósið. Það er mín von að Borgarleikhúsið verði áfram sjálfsagður viðkomustaður allra landsmanna, kröftug listastofnun sem nærir, miðlar og gleður. Að þessu sögðu hlakka ég til að setja upp skipstjórahúfuna og, ásamt hinum öfluga, samstillta og flinka hópi starfsmanna leikhússins, setja á fullt stím inn í nýja framtíð,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -