Sunnudagur 14. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

„Djammumgengni“ er vandamálið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúrulaugar og manngerðar laugar og pottar úti í íslenskri náttúru eru hrífandi fyrirbæri. En flöskur, dósir, sígarettustubbar og annað rusl setur ljótan svip á þessa baðstaði. Mannlíf tók nokkra umsjónarmenn lauga og potta úti á landi tali til að forvitnast um umgengnina, m.a. Björn Magnússon sem hefur haft umsjón með lauginni í Reykjarfirði í Arnarfirði.

„Það er svona djammumgengni, ef svo má að orði komast, sem er vandamálið,“ segir Björn. Hann segir reglulega koma upp að hann þurfi að hreinsa upp bjórdósir og sígarettustubba í kringum laugina. „Það hefur komið tvisvar sinnum upp núna í vor,“ segir Björn.

Hann tekur fram að það séu ekki erlendir ferðamenn sem gangi illa um heldur frekar ungmenni sem búa í nágrenni sem koma síðla kvölds í laugina. „Það eru helst þau sem sjá sér ekki fært um að taka ruslið til baka með sér,“ segir Björn.

Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -