Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Donald Trump lýsir yfir ferðabanni frá Evrópu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina í nótt og lýsti yfir ferðabanni frá Evrópu í 30 daga vegna útbreiðslu COVID-19. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu und­an­farna 14 daga. Bretland er undarskilið. Bannið tekur gildi á miðnætti á föstudaginn.

Trump sagði að Evrópuríkjum hefði ekki tekist að hindra útbreiðsluna með því að setja á ferðabann frá áhættusvæðum og þess vegna væri útbreiðslan orðin mikil. Hann segist taka ákvörðunina til að vernda alla Bandaríkjamenn.

Trump nýtti tækifærið til að minna fólk á að halda áfram að þvo á sér hendurnar og þrífa snertifleti reglulega. Eins bað hann fólk um að halda sig heima ef það er lasið.

38 hafa látist í Bandaríkjunum vegna veirunnar, 24 þeirra látnu voru frá Washington. ÞAr hefur samkomubann verið sett á.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -