Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dóttirin þorir varla út eftir að hundur beit hana til blóðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Kristín Guðmundsdóttir, móðir ellefu ára stúlku sem bitin var til blóðs af hundi um helgina, segir dóttur sína lítið hafa þorað útúr húsi eftir árásina. Hennar eigin hundur, Ýmir, náði að bjarga því að ekki fór verr. Eftir að hafa greint frá málinu segir Helga Kristín hafa orðið fyrir árásum í kommentakerfum netsins sem hafi gert dóttur hennar enn viðkvæmari eftir árás hundsins.

Í samtali við Mannlíf segist Helga Kristín illa átta sig á því hvernig umræðan geti snúist svo mjög frá aðalatriði atviksins. Því að hundar fái ekki að vera lausir í þéttbýli því þó að þeir séu ekki vanir að ráðast á fólk þá sé erfitt að vita hvernig þeir bregðast skyndilega við í ákveðnum aðstæðum. „Þetta var alls ekki skemmtileg aðkoma. Þessi hundur var laus í garði þar sem þau gengu hjá og kom aftan af þeim. Hann bítur Ellu í höndina og lærið. Okkar hundur, Ýmir, náði að losa sig og ráðast á hundinn áður en verr fór. Auðvitað daubrá okkur við þetta allt, segir Helga Kristín.

Fjölskylduhundurinn Ýmir hefur verið dóttur Helgu Kristínar góður félagsskapur undanfarin misseri. „Ég vildi bara benda á að lausaganga hunda sé ekki leyft. Svo fæ ég umræðuna í bakið fyrir að vera slæmt foreldri sem leyfi dóttur sinni að fara eina út með hundinn. Ýmir er besti vinur dóttur minnar og mikilvægur félagsskapur fyrir hana. Ég á ekki að þurfa banna barninu að fara með hundinn í göngu þar sem lausir hundar geta gert árás á þau. Nú eru 2 dagar frá því að þetta gerðist og dóttir mín lítið farið út síðan. Hún hefur samt staðið sig eins og hetja,“ segir Helga Kristín. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -