Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Eigandi Rossopomodoro sakar borgaryfirvöld um hroka og yfirgang

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lárus Guðmundsson, veitingamaður á Rossopomodoro við Laugaveginn, er harðorður í garð borgaryfirvalda í aðsendri grein í Morgunblaði dagsins. Sakar hann „hina háu herra“ í Ráðhúsinu um að sýna rekstraraðilum við Laugaveginn lítilsvirðingu, hroka og yfirgang og krefst þess að „borgin taki strax upp samráð við Miðbæjarfélagið í Reykjavík enda eru þar innandyra flest elstu og þekktustu fyrirtækin á svæðinu.“

Og Lárus heldur áfram: „Ég þekki eðlilega vel til í miðbænum eftir 14 ára starf og er í sambandi við fjölmarga vini mína á svæðinu, veitingamenn og kaupmenn. Enginn þeirra er hlynntur þessum lokunum og borgaryfirvöldum er fullkunnugt um andstöðu afgerandi meirihluta rekstraraðila. Hinir háu herrar í ráðhúsinu hafa þó kosið að skella skollaeyrum við tilmælum okkar. Ekkert samráð er við okkur haft og okkur ítrekað sýnd lítilsvirðing af þeirra hálfu. Við höfum mátt þola hroka og yfirgang,“ segir hann í greininni.

Eftir að hafa rakið þau áhrif sem hann telur lokun Laugavegarins fyrir bílaumferð og breytingu á akstursstefnu milli Klapparstígs og Frakkastígs hafa haft á viðskipti við þjónustufyrirtæki við Laugaveginn setur Lárus fram eftirfarandi tillögur að breytingum:

„Afnema allar götulokanir á Laugavegi, Skólavörðustíg og Bankastræti. Snúa aftur við akstursstefnunni á Laugavegi milli Klapparstígs og Frakkastígs.

Bjóða frítt í bílastæðahúsin í nágrenninu fyrstu þrjár klukkustundirnar. Hætta að innheimta bílastæðagjöld og taka upp framrúðuskífur þess í stað þannig að frítt verði að leggja, til dæmis frá 90 mínútum og upp í 180 mínútur eftir fjarlægð frá Laugavegi.“

Lárus klykkir út með því að fullyrða að grípa verði til aðgerða strax ef ekki eigi að fara illa: „Nú er ögurstund fram undan fyrir marga rekstraraðila og bregðast þarf strax við ef ekki á illa að fara. Meira en nóg er komið af götulokunum og öðrum höftum á aðgengi í bæinn!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -