Föstudagur 14. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ekki skrýtið að fólk geri kröfu um að fyrirtæki í ferðaþjónustu lækki verð fyrir sumarið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigvaldi Kaldalóns, Svali, ætlar að ferðast um Ísland í sumar. Hann er búsettur á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni en þau koma til Íslands eftir helgi. „Þetta er orðið ágætt,“ sagði Svali í samtali við morgunútvarp Rásar 1 og 2 í morgun. Hann hefur þurft að halda sig innandyra undanfarna 47 daga þar sem útgöngubann er í gildi á Tenerife vegna útbreiðslu COVID-19.

Svali ræddi svo nýjan Facebook-hóp sem hann stofnaði. Hópurinn heitir Landið mitt Ísland og fer ört stækkandi. Þar ræða meðlimir hvað hægt sé að gera innanlands í sumar.

Svali segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann sá mann skrifa á Facebook að hann ætli sér að eyða þeim fjárhæðum á Íslandi í sumar sem annars hefðu farið í utanlandsferðir. „Hann sagði að það kæmi sér á óvart hvað hann vissi lítið hvað væri hægt að gera…og ég er eiginlega sammála honum“ sagði Svali.

„Ég átti ekki von á að hann myndi stækka svona hratt.“

Hann segir markaðsefni um afþreyingu, gistingu og þjónustu innanlands oft vera á ensku þar sem markhópurinn er erlendir ferðamann. Því brá hann á það ráð að stofna Facebook-hóp. „Ég átti ekki von á að hann myndi stækka svona hratt,“ sagði Svali um hópinn en rúmlega 11 þúsund meðlimir eru í honum núna.

Ekki allir gráðugir

Svali segir fjölbreyttar tillögur streyma inn í síðu hópsins, bæði frá neytendum og þeim sem eru að bjóða upp á þjónustu af einhverju tagi.

- Auglýsing -

Aðspurður hvort að hann verði var við að landsmenn geri nú þá kröfu að verð verði lækkað fyrir sumarið sagði Svali: „Já. En mörgum finnst eins og allir í ferðaþjónustunni séu gráðugir en það er ekkert þannig. En hins vegar hefur ferðaþjónusta oft verið mjög dýr, þannig að það er ekkert skrýtið að fólk geri þessa kröfu.“ Svali sagði umræðuna í hópnum um verðlag oftar en ekki snúast um verð í vegasjoppum og á gististöðum. „Það er oft skotið á vegasjoppur, þar sem hamborgari kostar kannski 3.500 krónur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -