Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Elísabet læknir grét hástöfum og Trausti trompaðist – Í klóm lögreglunnar: „Núna byrjar stríðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trausti Eysteinsson, múrari og öndunarsérfræðingur, brjálaðist við lögreglumenn yfir handtöku Elísabetar Guðmundsdóttur læknir sem honum þótti harkaleg. Brást hann harkalega við og jós úr skálum reiði sinnar yfir lögreglumennina.

Meðfylgjandi myndband tók Trausti sjálfur. Þar er samferðakona hans, Elísabet Guðmundsdótir lýtalæknir, stöðvuð af lögreglu þar sem hún var eftirlýst eftir að hafa ekki mætt í skýrslutöku. Bæði Elísabet og Trausti tóku samskiptin við lögregluna upp á myndband. Myndband Trausta má sjá hér fyrir neðan.

„Ég er á leiðinni að skutla vini mínum heim og sonur minn bíður eftir mér. Þið verðið þá að bera mig,“ segir Elísabet þegar lögreglan biður hana um að koma með sér niður á lögreglustöð klukkan hálf tólf í gærkvöldi.

Fyrir að hlýða ekki kvaðningu lögreglumanna var Elísabet í kjölfarið handtekin og brást hún ókvæða við. Það gerði Trausti líka. „Strákar, viljið þið gjöra svo vel. Þetta er kona mín og vinkona mín. Heyrðu, verið þið góðir við þessa konu, annars er mér að mæta,“ öskrar Trausti og heldur áfram:

„Eruð þið stoltir af ykkur og litlu typpunum ykkar núna? Ég er að höfða mál gegn ykkur. Elísabet, ég hringi í allt gengið. Ég hringi í alla. Það verður stríð núna. Núna byrjar stríðið.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trausti reiðist en hann varð frægur á einu augabragði eftir að hann birti myndband af sér í Bónus þar sem hann streittist gegn grímuskyldu verslunarinnar. Hann taldi sig í kjölfarið lagðan í einelti í netheimum þrátt fyrir að hafa fullkomlega rétt fyrir sér. Í samtali við Mannlíf lagði hann áherslu að reiði sín beinist ekki gegn starfsfólki verslana og því bað hann starfsmenn Bónus afsökunar á hegðun sinni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -