Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Enginn fengið álíka styrk og Ingibjörg fékk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samningurinn um styrk og leyfi frá störfum sem Seðlabanki Íslands gerði við Ingibjörg Guðbjartsdóttir árið 2016 er sér á báti.

 

Enginn starfsmaður Seðlabanka Íslands hefur fengið álíka styrk og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, hlaut þegar hún fékk leyfi frá störfum til að stunda nám við Harvard.

Fimm starfsmenn Seðlabankans hafa þó stundað háskólanám erlendis með fjárhagslegum stuðningi bankans. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þar kemur fram að Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi einn tekið ákvörðum um styrkinn fyrir hönd Seðlabankans.

Í samningi sem Seðlabankinn gerði við Ingibjörgu í apríl 2016 kemur fram að Ingibjörg fékk leyfi frá störfum þar til námi sem hún stundaði við Harvard-háskóla á árunum 2016 til 2017 lauk. Seðlabankinn samdi um að greiða styrk vegna skólagjalda-, bóka- og ferðakostnaðar sem nemur 4 milljónum króna fyrir hvort ár, eða samtals 8 milljónir króna. Til viðbótar greiddi bankinn Ingibjörgu 60 prósent af mánaðarlaunum hennar í tólf mánuði. Styrkurinn er metinn alls á 18 milljónir króna.

Sjá einnig: Átta milljónir í styrk og 60% af launum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -