13 milljarðar í vaskinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í maí í fyrra var greint frá því að Jamie’s Italian, veitingahúsakeðja sjónvarpskokksins Jamie Oliver, væri farin í þrot í Bretnaldi.

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG sér um gjaldþrotaskipti félagsins en í nýrri skýrslu frá KPMG segir að ekkert muni fást upp í flestar kröfur í þrotabú félagsins.

Í skýrslunni segir að kröfuhafar í bú félagsins muni að öllum líkindum tapa miklu og þar á meðal eru birgjar veitingastaða Jamie Oliver sem munu verða fyrir hvað mestum fjárhagslegum skaða. Um þetta er fjallað á vef The Guardian.

Kröfur í bú félagsins námu ríflega 80 milljón punda sem gerir um 12,9 milljarða íslenskra króna.

Rúmlega 1000 manns störfuðu hjá Jamie’s Italian í 23 útibúum í Bretlandi. Fyrstu staðirnir opnuðu árið 2008. Jamie Oliver sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vera miður sín yfir þessari útkomu en reksturinn hefur gengið erfiðlega undanfarið.

Sjá einnig: Veitingahúsakeðja Jamie Oliver í þrot

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...