Laugardagur 2. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

„Björguðu“ Skota við leit að Jay Slater á Tenerife: „Ég þurfti ekki að láta bjarga mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breti sem var í fjallgöngu á Tenerife, þegar björgunarsveit sem leitar nú að hinum 19 ára Jay Slater, fann hann og „bjargaði“, hefur nú opnað sig um málið. Segist hann ekki hafa þurft á björgun að halda.

Spænska lögreglan birti færslu á Facebook þar sem talað er um vel heppnaða björgun á 51 árs skota. Sagðist hún hafa „flýtt sér að bjarga 51 árs gömlum skoskum göngumanni“. Skotinn, David Larkin, er reyndur göngugarpur og segist ekki hafa þurft á aðstoð að halda.

Sagðist hann ekki vilja „hljóma óþakklátur“ og þakkaði þeim „fyrir að hafa áhyggjur“ en að hann hafi verið í góðum málum. Larkin hafði verið á göngu á svipuðum slóðum og hinn breski unglingsstrákurinn Jay Slater, en hans hefur verið leitað í rúma viku, án árangurs.
Larkin ræddi við blaðamenn um „björgunina“: „Ég get sagt ykkur þetta núna, ég var ekki þreyttur og ég var ekki ringlaður, og ég þurfti ekki að láta bjarga mér. Ég held að tungumálaörðugleikar hafi sett strik í reikninginn. Ég útskýrði fyrir þeim að ég væri með nægilegt vatn, ég var vel kæddur, ég var með mat og ég er vanur göngumaður.“

Larkin kom til Tenerife fyrr í þessum mánuði og dvaldi í eins sverfnherbergja kofa nærri klettabrún og stundaði göngur á gönguleiðum á svæðinu. Bætti hann við í samtali sínu vð MailOnline: „Ég fór í gilið og sá þyrlurnar leita og hélt að þeir væru að leita að drengnum en ég hélt ekki í eina mínútu að þeir myndu að endingu sækja mig. Ég held að þeir hafi viljað sýna hvað þeir væru góðir, en ég þurfti ekki að láta bjarga mér. Ég finn til með fjölskyldu drengsins og vona að hann finnst sem fyrst.“

Bætti hann við: „“Ég skammast mín eiginlega fyrir þetta, ég var með göngustafi mína og ég veit hvað ég er að gera og vissi að ef það yrði rok myndi ég leita skjóls í helli. Ég þekki þessar slóðir, ég hef komið hingað í fjöldi ára, svo ég veit hvað ég er að gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -