Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Hryllingur í Noregi – Hryðjuverkaárás á hinsegin fólk: „Í hvaða heimi búum við eiginlega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir eru látnir og tæplega tuttugu særðir eftir skotárás í miðborg Oslóar í nótt. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk en byssumaður lét til skarar skríða við næturklúbbinn London Pub, vinsælan skemmtistað hinsegin fólks.

Einn maður hefur verið handtekinn, 42 ára norskur ríkisborgari af írönsku bergi brotinn. Ekkert bendir til þess að fleiri hafi verið að verki. Markmið árásarmannsins virðist hafa verið að ráðast á hinsegin fólk. Fjöldi fólks hafði komið saman á London Pub í aðdraganda Gleðigöngunar. Hún átti að fara fram síðar í dag en henni hefur verið aflýst.

„Skotárás á hinsegin bar í Osló kvöldið fyrir Pride. Ég á ekki orð fyrir þetta, græt bara. Í hvaða heimi búum við eiginlega?,“ skrifaði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna 78, fyrr í nótt á Facebook.

Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Noregs, segir þetta skelfilega árás á saklaust fólk. Hann fullvissar hinsegin fólk að norska þjóðin standi með því.

Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður norska Íhaldsflokksins, segir þetta árás á kærleikann og frelsið til að elska hvern sem fólk kýs að elska. RÚV hefur eftir henni: „Við vitum ekki enn hvað liggur að baki árásinni í nótt, en Noregi á að vera óhætt að elska hvern sem er og enginn skal komast upp með að hræða okkur frá því að vera opið og hlýlegt samfélag þar sem allir eru velkomnir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -