Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.1 C
Reykjavik

Ólöglegur búnaður í bílum frá Hyundai og Kia – Málið er til rannsóknar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Díselbílar frá bílaframleiðendum Hyundai og Kia frá 2020 eru taldir vera útbúnir ólöglegum hugbúnaði sem villi sýn á raunverulegum útblæstri.

Félag íslenskra bifreiðaeiganda greinir frá á heimasíðu sinni að grunur leiki á að ólöglegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir í yfir 210 þúsund díselbíla hjá framleiðendunum Hyundai og Kia. Rannsókn í málinu hefur verið staðfest af talsmanni Hyundai Motor Group.

Saksóknari í Frankfurt hefur sakað bílaframleiðendurnar um að hugbúnaðurinn gefi ekki rétta mynd í útblástursprófunum. Ólöglegi búnaðurinn er ætlað að hafa dregið úr útblásturshreinsuninni eða jafnvel slökkt alveg á henni á meðan bílarnir voru í akstri. Bílarnir sem eiga að hafa þennan búnað voru framleiddur á árinu 2020.

Samkvæmt fréttum hefur lögreglan gert húsleit í átta byggingum bílaframleiðandana í Þýskalandi og Lúxemborg.

Fréttastofa Reuters hefur haft málið til umfjöllunar. Hér má lesa grein Reuters í heild.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -