Þá segir móðirin að hún trúi því ekki að slíkt hrottalegt atvik geti verið slys. „Þau sögðu okkur að þetta hafi verið slys en við getum bara ekki sætt okkur við þá útskýringu. Það voru meira en 20 klórför í andliti Noah, hvernig getur það hafa gerst fyrir slysni? Við [hún og faðir barnsins] vorum bæði grátandi. Við gátum ekki trúað að svo hræðilegur hlutur gerðist fyrir son okkar.“

- Auglýsing -

Bætti hún við: „Eiginmaðurinn minn segir að þetta var klárlega ekki slys; þetta var barnamisnotkun.“

Only About Children gaf út yfirlýsingu um atvikið en þar sögðust þau einnig vera afar miður sín vegna þess.

„Only About Children tekur öryggi og velferð allra barna í okkar umsjá, mjög alvarlega og erum sorgmædd yfir hinu nýlega atvikið sem varð á milli Noah og annars ungabarns,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er haldið áfram: „Okkur skilst, eftir samtal við foreldra Noah eftir atvikið og á meðan hann var að jafna sig, að hann er talin muna ná fullkomnum bata og við höfum haldið áfram að bjóða upp á umönnun og fjárhagslega aðstoð frá því að atvikið átti sér stað. Þar sem málið er enn í ferli varðandi foreldra Noah, getum við ekki gefið frekari upplýsinga á þessum tímapunkti.“

- Auglýsing -

Talsmaður fræðsludeildar borgarinnar segir að þau hafi startað ferli til að skoða atvikið, þar á meðal að endurskoða verkferla þegar kemur að bleyjuskiptum.

Móðirin fór með Noah litla á sjúkrahús þar sem læknar sögðu henni að klórförin ættu að lagast án öramyndunar.

Það var breski fréttamiðillinn Mirror sem fjallaði um málið.