Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Unglingurinn á Tenerife fór heim með dulurafullum Bretum: „Hann þekkti þá ekki neitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan, með hjálp þyrlu, leitarhunda og dróna, ásamt fjallabjörgunarsveita, hefur leitað að hinum 19 ára Jay Slater, nærri Airbnb-húsnæði sem hann fór í ásamt tveimur breskum karlmönnum.

Airbnb-húsið er einangrað bóndabýli sem staðsett er í 30 kílómetra fjarlægð frá hinu vinsæla Play des Los Americas, amerísku ströndinni, í suðurhluta Tenerife í þorpinu Masca.

Jay kom til Tenerife 12. júní með tveimur vinum sínum, Brad og Lucy Mae Law, sem var síðasta manneskjan sem Jay var í sambandi við áður en hann hvarf.

Vinahópurinn mætti svo á tónlistarhátíðina NRG festival sem byrjaði síðasta föstudag og endaði á eftirpartýi árla morguns á Papagayo á hinni alræmda Playa des Los American ströndinni.

Tónlistarhátíðin sem vinirnir fóru á, auk hundruði annarra gesta, var auglýst sem „helgi af rafmagnaðri tónlist, töfrandi myndefni og nýstárlegri framsetningu.“

Myndband sem tekið var í partýinu sýnir Jay brosa og dansa en það var þá sem Lucy og Brad sáu vin sinni í síðasta skipti en þau yfirgáfu bæði partýið í kringum klukkan tvö en Jay varð eftir ásamt tveimur breskur mönnum sem hann hafði hitt.

- Auglýsing -

Það er vitað að í kringum fjögur, þegar partýið var við það að hætta, hafi lögreglan verið kölluð á Veronica-ströndina til að bregðast við „atviki“ en ekkert bendir til þess að Jay hafi verið viðriðinn það mál.

Vitað er að Jay hafi um fimmleytið farið með Bretunum tveimur í Airbnb-húsnæði sem þeir höfðu leigt, sem kallast Casa Abuele Tina, en mikið er um hlykkjótta fjallvegi á leiðinni þangað.

Lucy sagði MailOnline að Jay hefði sagt henni að hann ætlaði með Bretunum en hún hvatti hann til „koma aftur“ í herbergi þeirra á Paloma Beach-hótelinu en hann neitaði því og sagðist ætlaði með mönnunum.

- Auglýsing -

„Ég skil bara ekki af hverju hann fór til þeirra, hann var bara nýbúinn að hitta þá og þekkti þá ekki neitt. Við Brad sögðum honum að koma aftur en hann gerði það ekki, ef hann hefði gert það, væri hann ekki horfinn,“ sagði Lucy.

Lítið er vitað um Bretana tvo en Lucy lýsti þeim sem „hörundsdökkum og breskum“ en bareigandi í næsta húsi við sveitabýlið sagði MailOnline að hún hefði heyrt í fólki í húsinu klukkan sex um morguninn.

Þegar Jay var enn í húsinu sendi hann móður sinni og Lucy tvær ljósmyndir á Snapchat en önnur þeirra sýndi útsýnið frá húsinu yfir nærliggjandi dal og hin sýndi hann með sígarettu í hendinni á planinu fyrir utan húsið.

Hér er tímalínan yfir málið:

12. júní – Jay lendir á Tenerife síðasta miðvikudag með vinum sínum, til að fara á NRG, sem er þriggja daga reif tónlistarhátíð frá 14 til 16. júní á Los Cristianos.

17. júní – Snemma nætur næst myndband af Jay njóta sín í eftirpartýi á Xanadu-skemmtistaðnum, ásamt vinkonu sinni, Lucy Mae West.

Klukkan 02:00 – Lucy og Brad ákveða að yfirgefa partýið og fara aftur í íbúð sem þau leigðu en Jay verður áfram í partýinu og spjallar við tvo Breta sem hann hitti þar.

Klukkan 05:00 – Jay og Bretarnir tveir yfirgefa svæðið og fara í klukkutíma bílaferð um hlykkjóttan fjallveg að AirBnB-sveitabýli í Masca, þar sem hinir dularfullu Bretar dvelja.

Klukkan 06:00 – Nágrannar heyra hávaða frá húsinu.

Klukkan 07:40 – Jay sendir mynd af útsýninu frá húsinu og mynd af sér haldandi á sígarettu á stéttinni fyrir utan húsið.

Í kringum 08:00 – Jay spyr konu sem býr á svæðinu hvernig hann geti komist aftur til Los Cristianos með rútu. Hún segir honum að næsta rúta fari ekki fyrr en klukkan 10:00.

Klukkan 8:15 – Sama kona sér Jay ganga upp fjallið og í ranga átt.

Klukkan 08:50 – Jay hringir í Lucy til að segja henni að hann sé aðeins með eitt prósent eftir að batterýi í símanum og að hann sé villtur og hafi enga hugmynd hvar hann sé en að hann sé að reyna að ganga aftur til Los Cristianos.

Stuttu síðar tengist sími Jay við símamastur nærri Mirador La Cruz De Hilda veitingastaðinn en þar nærri er stærðarinnar gljúfur en þar leitar lögreglan að honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -