Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinkona hins 19 ára Jay Slater, sem týndur er á Tenerife, segir hann hafa slasaði sig á fæti og hafi verið með ofþornun og villtur, áður en hann hvarf á eyjunni.

Sjá einnig: Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Lucy Law, vinkona Jay, segir að hvarf hans sé „grunsamlegt og skrítið“ en hann ætlaði sér að ganga í 11 klukkutíma, frekar en að bíða eftir rútu.

Síðast heyrðist frá hinum 19 ára Breta klukkan 08:15 á mánudagsmorgun eftir að hann hafði dvalið hjá fólki sem hann hitti á NRG tónlistarhátíðinni, fyrr um daginn.

Staðirnir á Tenerife sem Jay dvaldi á.

Í samtali við The Sun, sagði Lucy að Jay hafi ekki verið „heimskur“ og bætti við: „Það er eitthvað skrítið í gangi. Þetta er grunsamlegt. Ekki sjens að enginn hafi séð hann í tvo daga.“

„Það er veitingastaður í 10 mínútna fjarlægð, sem hann hefði séð eða gengið framhjá. Þetta er grunsamlegt og skrítið,“ sagði Lucy.

- Auglýsing -

Hrjóstrugt svæði

Jay sást síðast klæddur í hvítan stuttermabol, stuttbuxum og íþróttaskóm. Símagögn sýna að síðasta þekkta staðsetning hans hafi verið í Rural de Teno-garðinum, sem er vinsælt göngusvæði.

- Auglýsing -

Svæðið er ansi torfært.Breski blaðamaðurinn Chris Elkington, ritstjóri Canarian Weekly, sagði BBC að svæðið þar sem síðast er vitað af Jay, sé „torfært“. „Þetta er svæði sem inniheldur margar gönguleiðir, þar er mikil fjalllendi, nokkuð strjált, frekar hrjóstrugt,“ sagði hann og hélt áfram: „Nokkuð eyðimerkurlegt svæði á marga vegu, með djúpum giljum og dölum. Þetta er svæði sem þú vilt pottþétt ekki vera á án almennilegs skófatnaðar, sérstaklega ef þú ert vatnslaus.“

Skar sig á kaktus

Stuttu áður en sími hans varð batterísaus, sagði Jay vinkonu sinni, Lucy, að hann hefði „skorið legginn á kaktusi“ á göngu sinni í átt að dvalarstað sínum.

Lucy sagði Sky News að hann hafi hringt í sig kortér yfir átta á mánudagsmorgun og sagt henni að hann væri villtur og vatnslaus og að batteríið á símanum hans ætti bara eitt prósent eftir. Þrátt fyrir það tókst honum að senda vinkonu sinni ljósmynd af staðsetningu sinni og hún sagði honum að ganga til baka þaðan sem hann kom. Jay hafi hins vegar ekki verið viss hvaðan hann hafði gengið og var aðeins klæddur í stuttermabol og stuttbuxur.

Fljótlega eftir að Jay týndist bauðst bandarísk kona til að keyra Lucy að fjallendinu. „Það voru bókstaflega engin merki um hann neins staðar, Við keyrðum um allan daginn,“ sagði Lucy.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -