• Orðrómur

Fáir að nota Strætó í dag

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fáir viðskiptavinir Strætó hafa notað þjónustuna í dag. Þetta sagði Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó BS á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Á fundinum fór hann yfir aðgerðir Strætó vegna útbreiðslu COVID-19.

Hann segir að þrif hafa verið aukin verulega undanfarna daga. Þá minnti hann á að frá og með deginum í dag verður framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu lokuð og eru viðskiptavinir beðnir um að ganga inn í strætisvagna um mið- eða aftari dyr vagnsins.

Viðskiptavinir eru sömuleiðis hvattir til að greiða fargjald með strætókorti eða strætóappi.

- Auglýsing -

Jóhannes sagði fáa viðskiptavini hafi notað Strætó í dag og þess vegna hafi ekki komið til þess að vagnstjóri hafi þurft að hætta að hleypa farþegum inn í vagninn til að tryggja að farþegar geti haldið að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá hvor öðrum.

„Við erum með skerta afkastagetu,“ sagði Jóhannes. „ En við höfum ekki heyrt af neinum vandamálum í dag,“ sagði hann en benti á að dagurinn í dag er eitthvað öðruvísi.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -