Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ferðamaður með COVID-19 látinn á Húsavík– Dánarorsök ekki ljós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erlendur ferðamaður lést í gær á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík stuttu eftir komu. Maðurinn sem leitaði þangað vegna alvarlegra veikinda, reyndist smitaður af COVID-19 kórónaveirunni, en ekki liggur fyrir hvort að andlátið tengist veirunni.

Unnið er að því að finna út dánarorsök, en sjúkdómseinkenni mannsins eru ekki dæmigerð fyrir COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Aðstandendur mannsins fá áfallahjálp og stuðning, auk þess sem heilbrigðisstarfsmenn sem komu að meðferð mannsins fá stuðning. Setja þarf einhverja þeirra í sóttkví og sótthreinsa heilsugæslustöðina ásamt því að tryggja áfram nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir Húsvíkinga. Öll þessi verkefni eru unnin á vegum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í náinni samvinnu við sóttvarnalækni, landlækni, Rauða krossinn og aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra og heilbrigðisstofnun Norðurlands.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -