Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Fimm á sjúkrahús í Reykjavík vegna rútuslyssins í Öxnadal: Erlend rúta og blæðandi malbik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seint í gærkvöld höfðu fimm farþegar úr rútuslysinu í Öxnadal verið fluttir á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir voru fluttir til Akureyrar. Óljóst er hve alvarlega áverka farþegarnir hlutu og hvert ástand þeirra er.

Þjóðvegur 1 var lokaður fram á nótt en var opnaður í morgun. Umferðaröngþveiti myndaðist í Ólafsfjarðargöngum eftir að umferð var vísað fyrir Tröllaskaga. Dæmi voru sögð af fólki sem var fast í göngunum í allt að klukkustund.

Þarna var á ferð hópur erlendra ferðamanna á rútu með erlendu skráningarnúmeri. Áfram var í nótt unnið á vettvangi. Meðal annars er skoðað hvort blæðingar í malbiki hafi valdið slysinu. Vegfarandur um Öxarárdal hafa vitnað um það ásatnda á veginum í gær.

Búið er að ná sambandi við erlendu ferðaskrifstofuna sem heldur utan um ferðina sem endaði með þessum ósköpum.

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri fyrir þá þolendur slyssins sem útskrifaðir hafa verið af sjúkrahúsi á Akureyri.

Lögreglan þakkar öllum sem komu að björgun farþega og aðstoð á slysstað. Aðgerðin er sögð krefjandi og mikil áskorun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -