Föstudagur 26. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Flugfreyjur fordæma afstöðu Icelandair: „Til skammar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands fordæmir viðhorf Icelandair.

„Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur taki slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ, í kjölfar ákvörðunar Icelandair um að slíta viðræðum við félagið og láta flug­menn tímabundið starfa sem ör­ygg­is­liða um borð í flug­vél­um sínum.

„Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ,“ segir Guðlaug Líney, „og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil.“

„Ég hef trú á að almenningur taki slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem FFÍ hefur sent frá sér vegna málsins. Þar segir að Icelandair hafi á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum. Væntir FFÍ þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og gerir þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði.

Enn fremur segir að afstaða Icelandair setji FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ sé aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hafi fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verði beitt af fullum þunga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -