Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Fólk sem hefur verið á áhættusvæðum á að fara í sóttkví. Punktur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Möller leggur áherslu á að þeir sem eru að koma inn í landið eftir að hafa dvalið á skilgreindum áhættusvæðum vegna COVID-19 eigi að fara í sóttkví. Alma var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 og svaraði þar ýmsum spurningum um COVID-19.

Spurð út í hvort hún mæli með að fólk almennt sleppi því að ferðast erlendis segir Alma að fólk verið að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum frá Almannavörum og Landlækni og taka svo ákvörðun sjálft. Hún tekur fram að hún mæli gegn því að fara á skilgreind áhættusvæði.

Hún segir hlutina breytast ört og því sé mikilvægt að fylgjast vel með þróun mála.

Aðspurð hvort að fólk þurfi að jafa áhyggjur af því að smitast í flygvélum segir Alma að veiran smitist aðallega með svokölluðu snertismiti en berist ekki langar leiðir með lofti. Alma segir þá mikilvægustu sýkingavörnina vera gott hreinlæti og handþvott.

Aðgerðir til að hægja á útbreiðslu

Alma segir að nú sé unnið að því að draga úr útbreiðslu veirunnar með réttum aðgerðum. „Við erum að ganga lengra í slíkum aðgerðum en margar aðrar þjóðir,“ segir Alma.

- Auglýsing -

Hún tekur fram að nú sé mikilvægt að hægja á útbreiðslunni til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. „Ef margir veikjast á fáum dögum þá verður það gríðarleg áskorun fyrir heilbrigðiskerfið.“

Hún biður fólk um að taka ekki áhættur og gagnrýnir það fólk sem reynir sleppa við sóttkví þrátt fyrir að hafa dvalið á skilgreindum áhættusvæðum. „Fólk sem hefur verið á áhættusvæðum á að fara í sóttkví. Punktur,“ segir Alma.

Sjá einnig: Sextán smitaðir hér á landi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -