2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Forsetinn um Hatara: „Þeir virðast vera ljúfir drengir, eins og þeir eiga kyn til“

Forseti Íslands óskar liðsmönnum Hatara til hamingju með góðan árangur í undakeppni Eurovision í kvöld. Hann segir forsetahjónin senda hlýjar kveðjur frá Kanada á Laugardag.

„Ég óska liðsmönnum Hatara til hamingju með þann góða árangur að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár,“ skrifar Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, á Facebook í kvöld. „Þeir virðast vera ljúfir drengir, eins og þeir eiga kyn til – og dansararnir með þeim ekki síðri, því bæti ég glaður við hér eftir góðfúslegar ábendingar, meira að segja móðurlegar ábendingar!“

Forseti vonar að lukkan verði Hatara hliðholl í úrslitakeppninni á laugardag. „Þá verðum við Eliza í Winnipeg í Kanada, að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Við munum að sjálfsögðu senda Hatara hlýja strauma þaðan.“

Úrslitakvöld Eurovision fer fram næsta laugardag, 18. maí, klukkan 19. Hatarar stígi á svið seinni helming úrslitakvöldsins.

AUGLÝSING


 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is