Fimmtudagur 11. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Síðasta opinbera heimsókn forseta Íslands innanlands – Guðni Th. heimsækir Árneshrepp á ströndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson fer í sína síðustu opinbera heimsókn um helgina en þá heimsækir hann Árneshrepp á Ströndum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer í opinbera heimsókn í Árneshrepp á Ströndum dagana 12.–14. júlí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bessastöðum.

Í Árneshreppi tekur hreppstjórn á móti forseta og kynnir fyrir honum lífshætti íbúa og sögu svæðisins. Árneshreppur er víðfeðmur en um leið eitt fámennasta sveitarfélagið á Íslandi, með 53 íbúa, segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forsetinn muni meðal annars heimsækja sauðfjárbændur en sauðfjárrækt hefur alla tíð verið helsti atvinnuvegur í Árneshreppi.

Þá mun forseti kynna sér aðra atvinnustarfsemi og skoða söguslóðir á Ströndum, þar á meðal aftökustaðinn í Kistuvogi þar sem fólk var tekið af lífi vegna galdra fyrr á öldum.

Farið verður í minja- og handverkshúsið Kört og kirkjurnar tvær í Trékyllisvík. Sögusýning Djúpavíkur verður skoðuð sem og Baskasetrið í lýsistanki gömlu síldarverksmiðjunnar. Á föstudagskvöld býður hreppstjórn til kvöldverðar til heiðurs forseta í félagsheimilinu í Trékyllisvík fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

Á laugardag slæst síðan forsetinn í för með Ferðafélagi Íslands sem stendur fyrir göngu á fjallið Glissu á mörkum Reykjarfjarðar og Ingólfsfjarðar. Þaðan er víðsýnt um Strandirnar af efsta tindi. Að lokinni göngu verður farið í Krossneslaug, en 70 ára afmæli laugarinnar var fagnað nú í sumar. Um kvöldið verður efnt til tónleika í fjárhúsinu í Norðurfirði þar sem Helgi Björns kemur fram.

- Auglýsing -

Þetta er síðasta opinbera heimsókn forseta innanlands áður en hann lætur af embætti í lok júlí.

Í embættistíð sinni hafa forsetahjónin farið að jafnaði í þrjár opinberar heimsóknir innanlands á ári og þannig heimsótt 22 sveitarfélög, auk tíðra ferða um landið allt af ýmsum tilefnum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -