Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Föst á Tenerife – „Maður veit aldrei hver er smitaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við sáum þetta bara í morgunfréttum,“ segir Sigríður Elín Ásmundsdóttir um þá staðreynd að Covid19 veirusmit hefur greinst á Tenerife en hún er stödd á eyjunni ásamt eiginmanni sínum og vinnufélögum hans í árshátíðarferð.

Sigríður er á Tenerife á vegum Heimsferða og átti að fljúga heim á sunnudaginn en fluginu var aflýst vegna sandstorms. „Við höfum ekki enn þá fengið að vita hvenær við komumst heim,” segir Sigríður.

Flugi hópsins var aflýst á sunnudaginn vegna sandstorms.

Sigríður dvelur á hóteli sem er skammt frá H10 Costa Adeje Palace hótelinu sem er í sóttkví vegna veirusmits. „Mann langar ekki einu sinni niður í morgunmat því þar er fullt af fólki og maður veit aldrei hver er smitaður.“

Lítið upplýsingaflæði

Hún segir Heimsferðir veita litlar upplýsingar. „Við fáum litlar upplýsingar frá Norwegien og líka Heimsferðum. Við erum í óvissu hérna,” útskýrir Sigríður. Nokkrir úr hópnum sem hún er í eru sjómenn á togaranum Kleifarbergi.

„Kleifaberg átti að fara úr höfn í gærkvöldi en fór ekki því öll áhöfnin sem átti að fara þann túr er hér,“ segir Sigríður.

- Auglýsing -

Hún segir þá Íslendinga sem eru fastir á Tenerife sem hún hefur talað við vera ósátta með lítið upplýsingaflæði. „Fólk er ekki hresst og farið að þrá að komast heim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -