Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Frakkar loka öllum skólum um óákveðinn tíma – mesta heilbrigðiskrísa sem landið hefur staðið andspænis í eina öld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði frönsku þjóðina klukkan átta í kvöld en þar tilkynnti hann að öllum skólum landsins yrði lokað um óákvðinn tíma eða svo lengi sem þörf krefur. Þetta segir hann nauðsylegar aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19 en flest tilfelli hafa greinst í Frakklandi á eftir Ítalíu eða 2876 tilfelli og 61 dauðsfall.

 

Lokunin nær til 62.000 stofnana í landinu og 12 milljónir ungra Frakka munu læra að heiman. Gæsla verður fyrir börn heilbrigðisstarfsfólks sem gegnir nú veigamiklu hlutverki í faraldrinum.

Macron sagði þessa ákvörðun tekna af höfðu samráði við öll héruðin í landinu og heilbrigðisstofnanir og sérfræðinga í landinu. Einnig hafa verið gefnar út nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk eigi að haga sínu lífi til að minnka smit en Macron sagði að fólk yrði að vera agað og virða reglur. Hann bað einnig fólk með undirliggjandi sjúkdóma og fólk sem komið er yfir 70 að halda sig heima en bætti við að þeir gætu farið í göngutúra og verslað í matinn.

Almenningssamgöngur verða opnar en fólk er samt sem áður hvatt til að nota þær eins lítið og mögulegt er og gæta að hreinlæti. Einnig eru fyrirtæki hvött til að finna leiðir til að fólk geti unnið heima í gegnum netið. Frönsk stjórnvöld segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka útbreiðsluna og nefndi að ungir læknanemar verði kallaðir til ásamt þeim sem eru nýlega komnir á eftirlaun.

Aftur á móti verða sveitastjórnarkostnigarnar haldnar sem áttu að vera 15. og 22. mars en þar verður gætt ýtrasta hreinlætis. Macron bætti við að mögulega yrði einhverjum landamærum lokað en slík ákvörðun yrði alltaf tekin í samráði við aðrar Evrópskar þjóðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -