Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Framkvæmdastjóri Íslandshótela sár yfir ásökunum: „Ég er bara að hlaupa hérna og þrífa herbergi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf náði tali af Davíð Torfa Ólafssyni framkvæmdarstjóra Íslandshótel í kjölfar vinnslu fréttar um rangar ásakanir Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur vegna arðgreiðslna fyrirtækisins. Davíð Torfi var í óðaönn við vinnu en gaf sér nokkrar mínútur til að ræða við blaðamann Mannlífs.

„Ég er bara að hlaupa hérna og þrífa herbergi,“ útskýrir Davíð Torfi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum:

„Við hörmum þegar farið er með rangt mál til að fá fylgi með ákveðnum málstað,“ og útskýrir hann að forsvarsmenn hótelkveðjunnar viti alltaf sannleikann og fylgjum sínu striki í öllu.

„Það hefur verið mjög sorglegt að hlusta á það að okkur sé ætlað að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl til þess að borga einhver niðursett laun og er það eitthvað sem er mjög sárt. Við stöndum ekki í flutningi á fólki – Það hinsvegar sækir um hjá okkur heilmikið af fólki. “

Þá langar Davíð Torfa einnig að bæta við og finnst vanta í umræðuna; hver meðallaun þerna hjá Íslandshótelum eru. Hann svarar því að meðallaunin séu 580 þúsund krónur á mánuði fyrir þá sem vinna hefðbundnar vaktir. Svo eru það þeir sem vinna 12 tíma vaktir, en þeir eru með um 750 þúsund krónur á mánuði.“ Davíð segir að þetta viðist falla á milli stafs og bryggju og einblínt á upphæð sem er nærri 400 þúsundum.

En um þessa tvo þætti, innflutt vinnuafl og 400 þúsund í laun, segir Davíð: „Þetta sé alveg fjarstæðukennt.“

- Auglýsing -

Erfið staða

Aðspurður um ákvörðun Eflingar um að hefja verkföll hjá hótelkeðjunni svarar Davíð að starfsfólki sínu hafi þótt það erfitt að vera sett í þessa stöðu – á þeim tíma þegar þau voru að kjósa um verkfallið. „Niðurstaðan úr kosningunum hjá okkur var að það voru hlutfallslega færri sem kusu með verkfalli en hjá hinum fyrirtækjunum. Það vill enginn fara í verkfall, en það vilja auðvitað allir frá hærri laun,“ útskýrir Davíð Torfi og telur að Efling hafi sótt til þeirra þar sem þau teldu sig fá „já“ við verkfalli sem þau vissulega fengu.

Davíð Torfi segir jafnframt í ljósi þess hvernig verkfallsbaráttan hefur verið að þá telji hann að stéttarfélagið Efling hafi ekki getað séð það fyrir að Íslandshótel myndi ná að halda úti starfseminni í þennan tíma sem þau hafa gert. „En það hefur bara gengið með samtakamætti og krafti þeirra sem mega vinna,“ bætir Davíð Torfi við.

- Auglýsing -

Yfir 30 ára fjölskyldufyrirtæki

Ólafur D. Torfason, faðir Davíðs Torfa, er stofnandi Íslandshótela og skráður fyrir tæpum 75 prósent eignarhluta samkvæmt fyrirtækjaskrá á rsk.is. Íslandshótel er íslenskt fjölskyldufyrirtæki í meirihluta eigu fjölskyldunnar: „Sem hefur byggt það upp frá grunni en við opnuðum fyrsta hótelið 1992. Það voru 30 herbergi á Rauðárstígnum,“ og bætir Davíð við að í dag telji herbergin yfir 1900.

 

Ásakanir Steinunnar um arðgreiðslur Íslandshótela rangar: 800 manns deildu færslunni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -