Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Fréttastofa BBC frestar fyrirhuguðum uppsögnum á 450 starfsmönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar tilkynnti fréttastofa BBC að 450 starfsmönnum yrði sagt upp á næstunni vegna sparnaðaráforma en í gær tilkynnti Tony Hall, útvarpsstjóri BBC, starfsmönnum að öllum áformum um uppsagnir hefði verið frestað vegna þess mikla álags sem fylgdi fréttaflutningi af kórónaveirufaraldrinum í heiminum.

„Við verðum að halda áfram með þessa vinnu, sem þið leysið svo frábærlega af hendi,“ sagði Hall í ávarpi til starfsmanna í gær. Um uppsagnirnar fyrirhuguðu sagði hann: „Það væri óviðeigandi. Við höfum ekki tök á að halda þessum fyrirætlunum til streitu í augnablikinu, þannig að þær verða að bíða betri tíma.“

Nokkrir fastir dagskrárliðir fréttastofunnar, svo sem Politics Live og Victoria Derbyshire, hafa verið teknir af dagskrá tímabundið til að skapa meira pláss fyrir umfjöllunina um heimsfaraldurinn.

Uppsagnirnar áttu að vera liður í því að ná markmiði um sparnað upp á áttatíu milljónir punda fyrir árið 2022 en í ljósi ástandsins hafa þær áætlanir verið settar á ís í bili.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -