Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Fyrsta tilfelli Covid-19 á Íslandi staðfest

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri er nú í einangrun á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19. Hann er ekki alvarlega veikur en sýnir hefðbundin einkenni sjúkdómsins, m.a. hita og hósta.

Maðurinn var nýverið staddur á Norður-Ítalíu en utan skilgreinds hættusvæðis.

Frá þessu greinir mbl.is.

Um er að ræða fyrsta greinda tilvik Covid-19 á landinu. Í kjölfarið verður virkjað hættustig almannavarna. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í samhæfingamiðstöð almannavarna kl. 16 í dag. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, Alma D. Möller landlæknir og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs Landspítala.

Upplýsingar fyrir börn og ungmenni á vef Landlæknisembættisins.

„Sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideild Landspítali staðfesti laust eftir kl. 13:00 í dag að maðurinn væri smitaður af COVID-19 kórónaveiru,“ segir á vef almannavarna. „Unnið er að rakningu smitleiða en markmið þeirra vinnu er að varpa ljósi hverjir gætu verið útsettir vegna þessa staðfesta smits.“

- Auglýsing -

Lestu meira: Skilgreining á útbreiðslu, ekki alvarleika sjúkdóms

„Einstaklingar sem finna fyrir veikindum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti vegna t.d. ferðalaga eru hvattir til að hringja í 1700 (fyrir erlend símanúmer: +354 544-4113) til að fá leiðbeiningar. Þeir sem hafa verið í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra áhættusvæða. Ítarlegar upplýsingar um hina nýju kórónaveiru er að finna á landlaeknir.is og jafnframt upplýsingar um skilgreind áhættusvæði.“

Lestu meira: 65 sýni rannsökuð hérlendis vegna Covid-19

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -